Ragnar vann gull á heimsbikarmóti í Kaupmannahöfn

Ragnar vann gull á heimsbikarmóti í Kaupmannahöfn

Ragnar Ingi Sigurðsson, skylmingamaður úr FH, vann
um helgina sigur á World Cup móti í Kaupmannahöfn en mótið sem er hluti
af heimsbikarmótaröðinni gefur stig inn á lista Alþjóða
skylmingasambandsins. Mótið þótti sterkt og voru alls mættir 35
keppendur til leiks frá tíu þjóðum. Ragnar keppti í skylmingum með
höggsverði.

Eftir tvær umferðir af riðlakeppni
var Ragnar í öðru sæti. Í 16 mannaúrslitum keppti Ragnar við Teun
Plantinga frá Hollandi og sigraði hann 15:9 eins fór leikur í átta
mannaúrslitum 15:9 á móti Pavel Tybl frá Tékklandi. Ragnar keppti við
John Jakelsky frá Bandaríkjunum í undanúrslitum og fór leikurinn 15:12,
Ragnari í hag. Í úrslitum áttust svo við Ragnar og Tékkinn Jan Dolezal
og vann Ragnar nokkuð sannfærandi 15:10.

Í
mótininu tóku einnig þátt frá Íslandi þeir Guðjón Ingi Gestsson FH,
Haraldur Hugoson SFR , Sævar Baldur Lúðvíksson, SFR, Arnar Bjarki
Jónsson FH, Kristján Hrafn Hrafnkelsson FH og Ingimar Bjarki
Sverrisson. Sævar endaði í 15. sæti, Haraldur í 19. sæti, Arnar í 24.
sæti, Guðjón í 27. sæti, Kristján í 29. sæti og Ingimar í 31. sæti.

Á
mótinu var einnig liðakeppni þar sem Ísland tefldi fram tveimur
sveitum. Í liði A voru þeir Ragnar, Haraldur, Guðjón og Sævar og lentu
þeir í 2. sæti og hlutu þar með silfrið . Í undanúrslitum slógu þeir
Norðurlandameistara Finna úr keppni en viðureignin endaði 45:38. Í
úrslitum kepptu liðið við Þýskaland og tapaði, 45:32.

( www.mbl.is )

Aðrar fréttir