Ragnarsmótið 2008

Ragnarsmótið 2008

Árlegt undirbúningsmót í handknattleik, Ragnarsmótið verður haldið á Selfossi 20. – 23. ágúst. FH tekur þátt í mótinu ásamt heimamönnum, Val, Fram, Stjörnunni og Færeyjarmeisturum Neista sem Finnur nokkur Hansson, okkur FHingum að góðu kunnugum, spilar með.

Ragnarsmótið er sterkt undirbúningsmót fyrir komandi tímabil og verður forvitnilegt að sjá stöðu liða en flest lið eru að æfa af miklum þunga vikurnar fyrir mót. FH er í riðli með Val og Neista frá Færeyjum. Einnig er dómarapar frá Færeyjum mætt til landsins sem mun spreyta sig á mótinu.


A-riðill: Selfoss, Fram og Stjarnan

B-riðill: Valur, FH og Neisti

Miðvikudagur 20. ágúst:

Fram – Stjarnan => kl. 18.30 // Dómarar: Ragnar Simonsen – Rúni Mohr Færeyjar

Neisti – FH => kl. 20.00 // Dómarar: Júlíus Sigurjónsson – Magnús Björnsson

Fimmtudagur 21. ágúst:

Selfoss – Fram => kl. 18.30 // Dómarar: Jónas Elíasson – Ingvar Guðjónsson

Valur – FH => kl. 20.00 // Dómarar: Ragnar Simonsen – Rúni Mohr Færeyjar

Föstudagur 22. ágúst:

Selfoss – Stjarnan => kl. 18.00 // Dómarar: Ragnar Simonsen – Rúni Mohr Færeyjar

Neisti – Valur => kl. 19.30 // Dómarar: Gunnar Jarl Jónsson – Hörður Aðalsteinsson

Laugardagur 23. ágúst:

Leikur um 5. sæti => kl. 12.00 // Dómarar: Gunnar Jarl Jónsson – Svavar Ó. Pétursson

Leikur um 3. sæti => kl. 14.00 // Dómarar: Ragnar Simonsen – Rúni Mohr Færeyjar

Leikur um 1. sæti => kl. 16.00 // Dómarar: Gunnar Jarl Jónsson – Svavar Ó. Pétursson

Auk farandbikars sem veittur er fyrir sigur á mótinu og er í vörslu Hauka síðan í fyrra verða veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti á mótinu.

Einnig munu verða veitt verðlaun fyrir…

Besta leikmann – Besta sóknarmann – Besta varnarmann – Besta markmann – Markahæsta leikmann

Sérstök nefnd mun sjá um valið.

Tekið af vef Selfoss, www.umfs.is


FH.is mun á næstu dögum fjalla um mótið.
Áfram FH!

Aðrar fréttir