Rebekka Guðmundsdóttir framlengir við FH

Rebekka Guðmundsdóttir framlengir við FH

Rebekka Guðmundsdóttir skrifaði í gærkvöldi undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH.

Rebekka sem er örvhentur hornamaður kom að láni frá Gróttu síðustu áramót og er í dag orðin ein af lykil leikmönnum FH liðsins.

 

 Rebekka kom að láni um mitt síðasta tímabil og féll strax vel inní hópinn, það er ánægjulegt að hún hafi ákveðið að vera með okkur áfram næstu árin enda hefur hún alla burði til að ná langt  segir Guðmundur Pedersen en hann þjálfar FH stelpurnar áfram næsta tímabil ásamt Magnúsi Sigmundssyni.

 

Aðrar fréttir