Reynslan er dýrmæt……

Reynslan er dýrmæt……

Fh byrjaði betur og var þetta 2-3 mörkum yfir allan fyrri hálfleikinn  og leiddu 13-11 í hálfleik og virtist þetta alveg vera í góðum höndum.  Eftir ca 10 min inní seinni hálfleik varð FH fyrir blóðtöku þegar Siggi lína fór út á móti leikstjórnanda Selfoss, sló í höndina á honum, það heyrðist skellur og Selfyssingurinn lá í gólfinu og hélt um andlitið. Dómarar töldu að hann hefði slegið í andlitið á honum og Siggi fékk beint rautt.  Vörnin riðlaðist aðeins. en þetta var ennþá í góðu.  Í  stöðunni 22-18 fyrir FH gerðist eitthvað og Selfoss gerðu 4 næstu mörk og voru komnir inní leikinn aftur. Áttum við í mesta basli með Einar á línunni hjá Selfoss, sem var þeirra besti maður og skoraði hann 12 mörk í leiknum. þegar 10 min voru eftir fékk Aron sína 3 brottvísun og þá voru ýmsir farnir að efast um að FH næði sigri í þessum leik.  En okkar strákar héldu áfram og skoruðu alltaf á undan.  Þegar 1 mín var eftir misstu FH mann útaf og Selfoss í sókn og allt í uppnámi.  Selfoss klikkaði í sókn og 30 sek eftir og staðan jöfn.  FH spilar skynsamlega og sækir fríköst. 5 sek eftir og það á að stilla upp fyrir Óla, en af einhverjum ástæðum fékk Selfyssingurinn að standa á milli Óla og veggsins og dómararnir leyfðu það.  Óskiljanlegt.   Þeir höfðu allan leikinn verið að reka vörnina að teigum en ekki í þetta skiptið.  Ekkert kom úr þessu og framlenging var staðreynd.   Á leið útaf vellinum verður einum leikmanni FH á að spyrja dómarann af hverju í helv… fengu við ekki að taka fríkastið?  Þá sveiflaði dómarinn upp 2 fingrum og hann fékk 2 min.   Þetta leit ekki vel út.  Byrja framlengingu 2 mönnum færri.  FH byrjar og þar byrjaði reynslan að vella fram hjá strákunum og skoraði Dóri gott mark 2 mönnum færri.  Selfoss tekur , miðju sækir á og Siggi ver úr horninu.  FH fær 1 mann inná aftur, skora aftur.  Selfoss reynir aftur og FH vinnur boltann.  Hinn maðurinn inná og komnir með fullt lið á völlinn.  FH vann þennan kafla 2-0.  Frábært hjá strákunum. Þá kom örvænting í Selfyssingana en okkar menn héldu ró sinni og sigldu jafn og þétt framúr og sigruðu 32-28.  Frábær sigur hjá FH og sýndu þeir enn og aftur hvað reynslan er mikilvæg.   Þessir strákar eru búnir að spila svo marga svona leiki í gegum tíðina að þeir vita alveg hvernig á að klára svona leiki.  Ekki er hægt annað en að minnast á innkomu Eggerts í þessum leik, stóð vaktina vel í vörninni og skoraði gríðalega mikilvæg mörk í framlengingunni.

Allir leikmenn FH stóðu sig frábærlega í þessum leik, þótt aðrir hefðu stigið hærra en hinir, en eins og alltaf með þetta lið, eru þeir frábær liðsheild og spila allir fyrir einn og einn fyrir alla.  Sást  vel með þssa heild að Selfoss fékk 3×2 min en FH 8×2 min.  Einnig vorum við með í kringum 12-15 tapaða bolta.  Það gerir þennan sigur virkilega sætan. 

Komnir í 8 liða úrslit og stefnan sett á Höllina eitt árið enn.

Til hamingju með frábæran leik FH-ingar

Einnig er hægt að sjá umsögn Selfyssinga um leikinn HÉR

Aðrar fréttir