Reynslan vóg þungt á lokakaflanum

Reynslan vóg þungt á lokakaflanum

Lukkan mætti til leiks í flöskugrænum búningum en FH B í sínum hefðbundnu alsvörtu búningum. Í upphafi leiks virtist sem FH B ætlaði að kafsigla Lukkuna, þeir skoruðu fyrstu 4 mörkin og virtust til alls líklegir. Lukkan náðu sér engan veginn á strik, leikstjórnandi þeirra Árni Freyr Guðnason var nánast klipptur úr umferð og virtust Lukkumenn ekki tilbúnir undir þetta varnarafbrigði.

Lukkumenn voru þó ekki af baki dottnir og unnu sig inn í leikinn á ný og í hálfleik var jafnt, 18-18. Seinni hálfleikur var æsispennandi. Markverðir beggja liða, þeir Siggi Senderos Lukkumaður og Ragnar Pétursson í FH B, hrukku í gang eftir rólegan fyrri hálfleik. Þegar um 10 mínútur voru eftir náðu FH B 2-3 marka forskoti sem Lukkan náði ekki upp þrátt fyrir góð tækifæri. Þar reyndist þungt á metunum tvö víti sem þeir Haukur Ólafsson og Árni Freyr Guðnason brenndu af. Árni Freyr fór reyndar illa með dauðafæri á síðustu mínútum leiksins og má segja að þrátt fyrir að hafa verið besti maður Lukkunnar hafi hann klikkað á ögurstundu. Úrslitin 30-32 fyrir FH B.

Góðir dómarar leiksins voru þeir Ari Þorgeirsson og Aron Pálmarsson, þeir leyfðu leiknum að fljóta og voru pollrólegir.
Í liði FH B voru þeir Hermann Fannar Valgarðsson og Ólafur Eiríksson fremstir meðal jafningja. Gaui kálfi átti einnig ágæta innkomu.
Í Lukkunni vakti það furðu mína hversu lengi Haukur Ólafsson þurfti að dúsa á bekknum í seinni hálfleik en hann var með bestu mönnum Lukkunnar. Fannsio og Addi Fannar áttu lipur tilþrif í seinni hálfleik og Árni Freyr Guðnason steig upp í seinni hálfleik þegar hann færði sig loksins í skyttustöðuna.

Einkunnagjöf:
FH B:
Hermann Fannar Valgarðsson F
Ólafur Eiríksson F

Lukkan:
Árni Freyr Guðnason F

Aðrar fréttir