Risa leikur á sunnudag – Upphitun á English

Risa leikur á sunnudag – Upphitun á English

Samsung-völlurinn. Sunnudagurinn 13. júlí. 16:00. Toppslagur í Pepsi-deildinni. Stjarnan – FH. Þessi upphitun ætti ekki að vera nóg, en af góðmennsku minni ætla ég að skrifa meira um þennan stórleik. 

Þetta er það eina sem fólk þarf að vita þessa daganna, en okkar menn fara í heimsókn á Samsung-völlinn á sunnudaginn. Leikurinn er gífurlega mikilvægur, en FH er í efsta sæti með 24 stig. Stjarnan er í sætinu fyrir neðan með 22 stig og því er um að ræða tvö efstu lið Pepsi-deildarinnar.

Þetta er síðasti leikur í fyrri umferðinni í Pepsi-deildinni. Stjörnumenn hafa spilað virkilega vel og eru, ásamt FH, enn ekki búið að tapa leik í Íslandsmótinu á þessari leiktíð. Leikir Stjörnunnar hafa verið nokkuð skemmtilegir, en markatalan í leikjum þeirra er 17-11. Markatalan hjá okkar mönnum er 16-4.

FH og Stjarnan hafa mæst tíu sinnum í Pepsi-deildinni frá árinu 2009. FH hefur unnið fimm sinnum, Stjarnan þrisvar og tvisvar hafa liðin skilið jöfn. Eftirminnilegasti leikurinn er líklega þegar FH tryggði sér titilinn á Samsung-vellinum árið 2012, en þá skoruðu Albert Brynjar Ingason og Atli Guðnason í 2-2 jafntefli sem tryggðu okkur titilinn. Magnað myndband af því má sjá hér

Jeppe Hansen sem hefur leikið á alls oddi og skorað 6 mörk fyrir Stjörnuna, hefur yfirgefið herbúðir liðsins, en hann var einnig á tímabundnum samning hjá Garðarbæjarliðinu. Hann hefur haldið heim á leið til Danmerkur. Annar skemmtilegur leikmaður, Ólafur Karl Finsen, hefur einnig heldið betur sprungið út í sumar og er kominn með fimm mörk í tíu leikjum. FH-vörnin þarf að hafa góðar gætur á honum sem og fleiri leikmönnum Stjörnunnar, til að mynda Veigari Páli Gunnarssyni og fleirum.

FH-liðið komst í gær nokkuð auðveldlega áfram í Evrópukeppninni, en liðið vann Glenavon frá Norður-Írlandi. Leikurinn á sunnudaginn er samt gífurlega mikilvægur, en með sigri nær FH-liðið fimm stiga forystu.

Meistararnir á English Pub ætla leggja okkur lið og verða með upphitun. Veislan hefst klukkan 13:00, en fyrstu 50 fá frítt söngvatn og FH söngvar verða kyrrjaðir fyrir leikinn. Skrúðganga á Samsung-vellinum hefst svo í kringum 15:00, en Mafían ætlar að vera kominn um 15:30 á völlinn.

Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi leiksins á sunnudaginn. Eins og fyrr segir náum við fimm stiga forystu með sigri á sunnudaginn og nú þurfa FH-ingar að drífa sig á völlinn! Spáð er ágætis veðri, um fimmtán stiga hita, mögulega skúrir – en þak er á stúkunni á Samsung-vellinum þannig það ætti ekki að skipta neinu máli! Allir á völlinn og hvetjum við fólk til að mæta

Aðrar fréttir