Roland framlengir við FH

Roland Eradse þjálfari meistaraflokks kvenna hefur framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára. Roland mun einnig áfram þjálfa unglingaflokk kvenna og sinna markmannsþjálfun allra markmanna FH.

“Það er gott að hafa Roland áfram há Fimleikafélaginu, frábær þjálfari sem hefur mikinn metnað fyrir kvennastarfinu og ætlar sér langt með liðið. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur upp á næsta tímabili. Síðastliðin tvö ár höfum við farið í úrslitakeppnina um laust sæti í Olísdeildinni en ekki náð í gegn. Nú ætlum við að gera allt til að fara upp. Metnaður okkar liggur þar.” segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH.

Áfram FH

Aðrar fréttir