
Sá Fagurblái kominn í sölu
Nýr þriðji búningur FH!
Líkt og síðustu tvö ár munu FH-ingar leika í sérstökum góðgerðartreyjum sem þriðji búningur félagsins.
Að þessu sinni höfum við valið að styðja við frábært og mikilvægt starf Gleym mér ei – styrktarfélags sem stendur með þeim sem missa barn á meðgöngu, í eða eftir fæðingu. Tilgangur félagsins er að veita stuðning og skapa rými fyrir sorgina, svo að lítil ljós geti lifað áfram í hjörtum okkar.
Við erum stolt af því að taka þátt í þessu málefni og leggja okkar af mörkum.
Á dögunum frumsýndum við nýju treyjuna með áhrifamiklu myndbandi sem sýnt var fyrir leik FH og Aftureldingar. Strax í kjölfarið fór treyjan í sölu – og af hverri seldri treyju renna 1.000 krónur til Gleym mér ei. Auður tvöfaldar þá upphæð.
Til samanburðar má nefna að á síðasta ári söfnuðust 2,2 milljónir króna til styrktar Píeta samtökunum með sölu á gulu treyjunni.
Áfram FH – og áfram samstaðan!