Sálfræðistríðið er hafið

Sálfræðistríðið er hafið

Sálfræðistríðið er þegar hafið fyrir leik FH og Fram því Hjálmar
Vilhjálmsson (stjórnarmaður hjá Fram) hefur nú þegar lýst þeirri skoðun
sinni að það sé synd og skömm að FH-ingar fái bara einn heimaleik í
úrslitakeppninni.  Jafnframt hefur hann óskað eftir því að fá FH-inga
til að grilla bratwurst pylsur í Safamýrinni á leik Fram og Akureyri/HK.

Við FH-ingar höfum svörum þessu með því að draga fram báðar stúkurnar í
Krikanum (en þess þarf yfirleitt bara þegar FH og Haukar spila) og
skorum á Framara að fylla gestastúkuna og njóta þess að horfa á síðasta
útileik Fram þetta tímabilið.

Aðrar fréttir