samantekt íslandsmeistarar og fl

samantekt íslandsmeistarar og fl

Nú þegar íslandsmóti yngri flokkana er lokið er ekki vitlaust að taka sama árangur hjá okkar flokkum.    5 fl kk tók af skarið og tryggðu  sér titilinn í fjórða móti af fimm.  Nokkuð öruggt hjá þeim strákum.  Næst komu stelpurnar í 4 fl eldri ár og tryggðu sér sigur í B-úrslitum.  Stelpurnar í 5 fl eldri töpuðu síðan í hörku úrslitaleik á móti Víking í 5 og síðasta mótinu.   Síðan kom að stóra deginum sem var 1 maí í Kaplakrika. Þar fóru fram 7 úrslitaleikir í 2 fl kk , 3 fl kk og kvk, 4 fl kk og kvk, yngri og eldri.  Þar var FH með 3 lið í úrslitum sem voru 4 fl kk , yngri og eldri ásamt 2 fl kk.  4 fl kk yngri byrjuðu í fyrsta leik en töpuðu á móti sterku liði Fram 28-27.   Næsta FH-lið var 4 fl eldri sem spilaði á móti Þór Akureyri.   Úr varð hörkuleikur sem fór í framlengingu og sigraði FH að lokum með 1 marki , 26-25.   2 fl kk var þriðja FH liðið sem spilaði til úrslita. Þetta FH lið hafði tryggt sér nýlega deildarmeistaratitilinn fyrir stuttu eftir mikla baráttu við gríðarsterkt Valslið sem hefur marga leikmenn í yngri landsliðum.   Valur var einmitt mótherju FH í þessum úrslitaleik.  Gríðalega flottur leikur þar sem FH-ingar sýndu sparitaktana og börðust gríðarvel allan leikinn.  Þessi leikur fór í framlengingu og sigurmark FH var var skorað úr vítakasti þegar 2 sek voru eftir.  Flottum vetri lokið hjá okkar yngri flokkum og geta FH-ingar verið stoltir af þessum árangri yngri flokkana.

FH fékk 4 íslandsmeistaratitla , 2 silfurhafa, 1 deildarmeistaratitil og 1 bikarmeistaratitil.  FH.is  óskar öllum þessum flokkum til hamingju með árangurinn.  

Framtíðinn er björt í Krikanum….

Aðrar fréttir