Selfoss – FH Aðdragandi

Selfoss – FH Aðdragandi

The image “http://www2.ksi.is/ksi/myndir/simaskra/800.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.       The image “http://www.123.is/birkirogstebba/upload/fh_1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.  

      Selfoss                            VS                               FH

Selfossi, Fimmtudaginn 13. desember 2007 kl 19:30

Selfoss liðið er sterkt og stendur eins og er í 4. sæti deildarinnar með 10 stig. Þeir hafa sigrað 4 leiki, gert 2 jafntefli og tapað 3 leikjum. hafa tapað fyrir ÍR tvisvar í vetur og FH einu sinni, gert svo einu sinni jafntefli við Gróttu og Víking en unnið einu sinni Þróttara, Víkinga, Hauka 2 og Gróttu. Við FHingar erum taplausir, höfum sigrað alla okkar leiki nema gegn Víkingi í krikanum sem endaði með jafntefli. Erum því í öðru sæti með 17 stig. Það er því möguleiki annað kvöld að ná 9 stiga forystu á Selfoss og 7 stigum á Víking. Allir möguleikar eru  því annað kvöld á að stinga þessi 2 lið af!

Síðasti leikur við Selfoss
Við spiluðum við Selfyssinga föstudaginn 19. október í Krikanum og unnum þar afbragðssigur. Við byrjuðum leikinn af miklum krafti, komumst í 7-2 og virtumst ætla að taka Selfyssinga í bakaríið. Annað kom á daginn og við gerðumst kærulausir. Þeir skoruðu 6 mörk í röð og komust yfir en í hálfleik var staðan 13-12 fyrir okkur. Menn létu mótlæti ekki á sig fá, komu einbeittir í seinni hálfleik og yfirspiluðu Selfyssinga, komumst mest í 9 marka mun en unnum svo 29-24 eftir smá værukærð á lokakafla leiksins. Flottur sigur fyrr í haust, en… klárlega er um allt annan leik að ræða annað kvöld og leikurinn í krikanum og á Selfossi verða jafnlíkir og svart og hvítt, sahara og norðurpóllinn, Elvar Erlingsson og Héðinn Gilsson!

Undirbúningur
Menn hafa undirbúið sig eins og kostur er, verið vel einbeittir, tekið á því á æfingum og þjálfari haft undirbúning með betra móti. Stórsigur náðist í síðasta leik gegn Þrótti þar sem menn spiluðu vel og því er ljóst að liðið verður vel undirbúið fyrir leikinn gegn Selfossi. Við FHingar ætlum að mæta tilbúnir í leikinn og ætlum okkur ekkert nema sigur í leiknum hvernig sem það verður gert!

Ástand
Menn eru í hrikalega góðu ástandi. Hópurinn er meiðslalaus nánast. Kannski smá eymsli hér og þar en ekkert til að tala um. Hilmar Guðmundsson markvörður er reyndar erlendis, Guðjón Helga hefur lagt skóna á hilluna(vonandi tímabundið) og Heiðar nokkur Arnarson er að jafna sig eftir speglun á öxl.

En hvað hefur Elvar Erlingsson þjálfari um leikinn að segja?

Jæja Elvar nú er það stórleikur austur fyrir fjalli. Mikilvægur leikur atarna og ekkert til sparað… nú er miði möguleiki, gólfið verður bónað með 2-3 lögum af lakki og þeir „ef, hefði og kannski“ verða skildir eftir heima, eða… hvaða skoðun hefur þú ?
Leik

Aðrar fréttir