Sex marka sigur í Fífunni gegn HK

Sex marka sigur í Fífunni gegn HK

FH hafði undirtökin allan leikin en staðan í hálfleik var 0-2. Mörk FH skoruðu þær Halla (víti) og Alma Gytha.
Í síðari hálfleik hélt FH uppteknum hætti og bætti við fjórum mörkum. Þar voru að verki þær Ebba, Hanna (2 mörk) og Guðrún Björg.

FH er þá með 6 stig en áður höfðu þær lagt Selfysing í fyrstu umferð 2-0.


Myndin hér að ofan er af Jóhönnu Steinþóru Gústavsdóttur en hún skoraði tvö mörk í leiknum í gær og eitt í leiknum gegn Selfoss.  Jóhanna er fædd 1992 og gekk til liðs við FH síðasliðið sumar frá Grundarfirði en hún stundar nám við Flensborgarskóla.  Þar er hún í hópi fleiri FH-inga sem valið hafa fótbolta sem valfag og stunda æfingar undir stjórn þeirra Jóns Páls Pálmasonar og Kristmundar Guðmundsonar en þeir kumpánar hafa lengi þjálfað yngriflokka hjá FH. Hanna er eldfljótur og duglegur leikmaður með markanef.  Við FH-ingar bjóðum Hönnu velkomna í FH og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.

Aðrar fréttir