Siggi Dan kominn heim

Sigurður Dan Óskarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH. Siggi Dan sem er í U-18 ára landsliði Íslands hefur leikið alla tíð með FH fyrir utan eitt leiktímabil með Val í fyrra.

“Það er frábært að fá Sigga Dan heim, stórefnilegur markmaður og drengur góður.“ segir Ásgeir Jónsson formaður hkd, FH eftir undirskriftina. Við lítum á strákinn sem framtíðarmarkvörð meistaraflokks og hann mun fá tækifæri á stóra sviðinu fyrr en seinna hjá Fimleikafélaginu. FH er félag sem gefur ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri, svo er það þeirra að grípa það.”  sagði Ásgeir að lokum.

Velkominn heim Siggi!

Aðrar fréttir