Sigrún Fjeldsted bætir sig á sínu fyrsta móti í Bandaríkjunum og kastar yfir 50 metra markið

Sigrún Fjeldsted bætir sig á sínu fyrsta móti í Bandaríkjunum og kastar yfir 50 metra markið

Sigrún Fjeldsted kastaði yfir 50m á fyrsta móti
Sigrún Fjeldsted, spjótkastari úr FH, opnaði keppnistímabilið með bætingu í spjótkasti, þegar hún kastaði 50,19 metra á Clemson Relays mótinu sl. föstudag og sigraði. Þetta er besti árangur Sigrúnar í spjótkasti, en hún átti best 49,70 metra frá sl. ári og var því að sigrast á 50m markinu í fyrsta sinn.

Sigrún hefur dvalið í Athens í Georgíu frá því í janúar á þessu ári, þar sem hún stundar nám við Georgíu háskóla og keppir jafnframt fyrir skólann. Sigrún, sem er 21 árs vantar nú aðeins 1,31 metra til að ná lágmarki fyrir Evrópumeistaramót unglinga 20-22 ára(51,50m), sem fram fer í Erfurt í Þýskalandi í júlí.
Sigrún komst í úrslit í spjótkasti á EM 19 ára og yngri fyrir tveimur árum, þar sem hún varð í 10.sæti.

Silja Úlfarsdóttir FH keppti í boðhlaupum á mótinu í Clemson, hljóp fyrsta sprett fyrir sveit Clemson háskóla, bæði 4x100m og 4x200m, en sveitin sigraði í báðum þessum greinum.
fengið frá fri.is

Aðrar fréttir