Sigur á Eyjastúlkum

Sigur á Eyjastúlkum

FH vann íBV 2-0 í Faxaflóamótinu í dag.  Eins og við var að búast var leikurinn spennandi en liðin hafa háð marga blóðuga hildina á undanförnum árum.  Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoraði fyrra mark FH um miðjan fyrri hálfleik með góðu skoti frá vítateig og Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir skoraði seinna markið þegar að 10 mínútur voru til leiksloka.

Breiðablik hefur þegar tryggt sér sigur í mótinu en FH og Stjarnan deila öðru sætinu þó FH hafi betra markahlutfall. 

Nánar

Mánudaginn næstkomandi mætast einmitt liðin á Stjörnuvelli kl. 18:00.

Aðrar fréttir