Sigur á Haukum

Sigur á Haukum

FH stelpur sigruðu Hauka  auðveldlega í kvöld á Ásvöllum 4 – 0. Bjarni Víðir var á leiknum og tók niður það helsta sem gerðist. FH-stelpurnar hafa staðið sig frábærlega í upphafi móts og eru nú komnar áfram í bikarnum og eru á toppi 1. deildar A riðils eftir að hafa sigrað tvo fyrstu deidlarleikina. Næsti leikur í deild er laugardaginn 9. júní og þá aftur á Ásvöllum gegn Haukastelpum.

Lið FH var þannig skipað.

Mark: Jona

Vörn: Ingibjörg, Eva, Sigga og Bella

Miðja: Guðrún, Sigmundina, Valla, Linda og Guðrún Sveins

Frammi: Sigrún Ella

FH stelpur sóttu á móti stífum vind í fyrri hálfleik og strax á fyrstu mínútu slapp Sigrún Ella í gegnum vörn Hauka og átti fínt skot en markvörður hauka varði.

17. mínúta: Ingibjörg sendi laglega sendingu á Sigrúnu Ellu og hún tók á rás frá miðjunni og óð upp tók völlinn og stakk þrjár Haukastelpur af og pakkaði þeim saman á sprettinum, skaut góðu skoti að marki rétt fyrir utan teig en boltinn fór yfir.

20. mínúta: Linda átti skot en varnarmaður Hauka komst fyrir skotið

24. mínúta: Sigrún Ella fékk sendingu upp hægri kantinn sem virtist ekki ætla verða að neinu en hún Sigrún var ósammála og setti í fluggírinn sinn, tók Haukastelpuna á sprettinum og komst fram fyrir ogalveg upp við endamörk þá hrinti Haukastelpan Sigrún Ellu innan vítateigs og línuvörðurinn flaggaði en það tók dómarann dágóðan tíma að kveikja á perunni.

Úr vítinu skoraði svo Sigga af miklu öryggi, staðan því orðin 1-0

26. mínúta: Sigrún Ella var enn og aftur á ferðinni og vann boltann af Haukastelpu, sendi laglega sendingu fyrir inn í vítateig Hauka og þar var smá barátta sem endaði með því að Guðrún potaði boltanum yfir línuna og staðan því orðin 2-0 FH í vil.

31. mínúta: Valla með frábæra sendingu á Sigrúnu Ellu sem skaut að marki en markvörður Hauka varði ágætlega.

37. mínúta: Linda tók frábært “sóló” og sólaði hverja Haukastelpuna á fætur annari sem vissu ekki hvort þær væru að koma eða fara en skotið hefði mátt koma örlítið fyrr hjá henni því ein Haukastelpan komst fyrir skotið hennar, annars frábærlega vel gert hjá henni.

41. mínúta: Sigrún Ella lagði upp gott færi fyrir Guðrúnu Sveins sem skaut að marki en hún skaut framhjá úr fínu færi.

43. mínúta: Eina færi Hauka í fyrrihálfleik…..það fór yfir markið.

62. mínúta: Sigrún Ella slapp inn fyrir vörn Hauka en markvörður Hauka varði vel.

63 mínúta: FH stelpur með hornspyrnu þar sem boltinn barst til Ingibjargar, hún skaut boltanum viðstöðulaust í átt að marki og upp úr þvíhrökk boltinn fyrir framan Sigrúnu Ellu en enn og aftur varði markvörður Hauka.

66. mínúta: Frábær sending frá Siggu úr vörninni yfir allan völlin og hver önnur en Sigrún Ella var komin til að þefa upp þessa sendingu, slapp í gegn og skoraði af mikilli yfirvegun og öryggi, staðan því orðin 3 – 0 fyrir FH stelpur.

73. mínúta: Valla fer útaf efir flottan leik og inn kemur Hrönn sem spilaði vel eftir innkomuna.

84. mínúta: Eva bjargar á línu

86. mínúta: Ingibjörg fer útaf ( átti flottan leik í bakverðinum ) og Björk kemur inn, Bella fer einnig útaf sem einnig átti flottan leik og inn kom Sóley.

93. mínúta: Sigrún Ella slapp inn fyrir vörn Hauka enn og aftur með sínum sprengikrafti og skoraði fallegt mark í fjær hornið og staðan því orðin 4-0 fyrir FH stelpur sem varð niðurstaðan í leiknum.

FH átti þennan leik frá fyrstu mínútu og þessar stelpur eru hreint út sagt frábærar og munu bara eflast með hverjum l

Aðrar fréttir