Sigur á Selfossi í Lengjubikar kvenna

Sigur á Selfossi í Lengjubikar kvenna

Samkvæmt heimildum fh.is viðraði ekkert sérstaklega til knattspyrnu í sveitarfélaginu Árborg í gærkvöldi – nístings kuldi og hvassviðri sem höfðu augljós áhrif á leikinn. 

FH skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik en þar var að verki Guðrún Björg Eggertsdóttir og þannig var staðan í hálfleik.  Selfyssingar komu sterkari inn í síðari hálfleik og þegar um 5 mín. voru liðnar höfðu þær skorað eftir vandræðagang í vörn FH.  En FH vann sig vel inn í leikinn aftur og tók skömmu síðar forystuna að nýju.  Það gerði Grundfirðingurinn knái Jóhanna “Hanna” Steinþóra Gústafsdóttir eftir góðan undirbúning varamannsins Sigrúnar Ellu Einarsdóttir sem komið hafði inn á í hálfleik.

Leikur FH var á löngum köflum ágætur og greinilegt að liðið lagði sig fram um að halda boltanum og spila góðan fótbolta.  Liðið hefur verið í framför á undanförnum mánuðum og náð þokkalegum úrslitum gegn  liðum sem það mun kljást við í sumar.  Ungu stelpurnar í liði FH stóðu sig vel í gær, þá ekki síst Sigmundína Sara Þorgeirsdóttir, sem fengið hefur það erfiða verkefni að fylla skarð fyrirliðans Silju þórðardóttur en þetta var fyrsti leikur liðsins án Silju.  Sterkt hjá stelpunum að vinna leikinn.

Næsti og jafnfram síðast leikur FH er gegn ÍA og fer fram á Ásvöllum laugardaginn 2. maí næskomandi kl. 16:00.  FH-ingar eru hvattir til að mæta og styðja stelpurnar.

Aðrar fréttir