Sigur á Stjörnunni í kaflaskiptum leik

Sigur á Stjörnunni í kaflaskiptum leik


Í kvöld fór fram 13. umferð N1-deildar karla í handknattleik þar sem að Stjarnan úr Garðabæ heimsótti Krikann og lék við heimamenn í FH. Fyrir leikinn sat FH í 3ja sæti deildarinnar með 15 stig en Stjarnan í 7. sæti með 5 stig. Það mátti því búast við hörkuviðureign, Stjarnan þurfti virkilega á sigri að halda til að auka forskot sitt á botnlið Fram og að sama skapi þurftu FH-ingar nauðsynlega sigur til að halda í við toppliðin tvö, Hauka og Val.

  
Það var hart barist í leik FH og Stjörnunnar í kvöld.

Fyrri Hálfleikur
Leikurinn byrjaði vægast sagt skelfilega hjá FH-liðinu. Sóknarleikur liðsins var tilviljunarkenndur og varnarleikurinn var ekki upp á marga fiska. Stjörnumenn spiluðu 5-1 vörn með mann framarlega og virtist það trufla FH-inga meira en góðu hófi gegnir. Stjörnumenn virkuðu hins vegar grimmir, keyrðu hraðaupphlaupin og náðu frumkvæðinu. Staðan eftir 6 mínútur var 1-4 fyrir Stjörnunni og útlitið ekki gott fyrir lið FH.

FH-ingar tóku sig þó á. Varnarleikur liðsins batnaði og í kjölfarið náði liðið að keyra hraðaupphlaupin, eitthvað sem að ekki hefur sést í dágóðan tíma. Um miðjan seinni hálfleik náðu okkar menn forystunni í fyrsta sinn í leiknum og voru með 2-3 marka forskot um nokkurra mínútna skeið. En það varði ekki lengi, því Stjarnan náði að jafna í 10-10 og var það staðan í leiknum í heilar 5 mínútur, eða þangað til Sigursteinn Arndal setti hann framhjá Roland í marki Stjörnunnar. Staðan í hálfleik var 11-10, FH í vil. Markahæstur í liði FH var Bjarni Fritzson með 3 mörk en bestur í liði FH var Pálmar Pétursson, sem að varði heila 16 bolta í fyrri hálfleik.  Ótrúlegt að svona frammistaða skuli ekki skila hinu sterka FH-liði meira en eins marks forskoti í hálfleik.


Bjarni Fritzson var markahæstur í kvöld með 7 mörk.

Seinni Hálfleikur
Seinni hálfleikurinn byrjaði rólega og var ekkert mark skorað fyrstu 4 mínúturnar, en á 4. mínútu seinni hálfleiks skoraði Bjarni Fritzon fyrsta mark hálfleiksins; staðan 12-10.
Næstu mínútur keyrðu FH-ingar gjörsamlega yfir Stjörnumenn, skoruðu heil 6 mörk í röð og komust í 17-11. Vörn liðsins small saman, Pálmar Pétursson hélt uppteknum hætti í markinu og FH-ingar notuðu hraðaupphlaupin í auknum mæli. Þetta olli því að FH-ingar náðu þessari öruggu forystu sem að þeir síðan létu aldrei af hendi, þrátt fyrir nokkra kafla þar sem að erfiðlega gekk og Stjörnumenn minnkuðu muninn. FH-ingar unnu á endanum ágætis sigur, 25-22.

Sigur liðsins í leiknum í kvöld var verðskuldaður þrátt fyrir slaka kafla. Liðið virtist aldrei vera líklegt til að tapa leiknum, náðu alltaf nokkurn veginn að halda velli. Þetta var þó langt frá því að vera besti leikur liðsins í vetur en dugði þó. Með sigri þessum hefur FH náð að klifra upp fyrir Val í 2. sæti deildarinnar, en Valur tapaði fyrir HK í kvöld, 25-27.


Pálmar – Fremstur meðal jafningja.

Ekki fer á milli mála hver var bestur á vellinum í kvöld. Pálmar Pétursson varði 28 skot og átti frábæran leik. Pálmar hefur átt marga frábæra leiki með FH-liðinu í vetur og ljóst er að haldi drengurinn uppteknum hætti má Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari Íslenska landsliðsins, hafa hann í huga í komandi landsliðsverkefnum. Markahæstur FH-liðsins í kvöld var Bjarni Fritzson en hann skoraði alls 7 mörk, sem hefðu þó getað orðið fleiri ef hann hefði nýtt vítaköstin sín í leiknum. Hann var með eindæmu

Aðrar fréttir