Sigur á Suðurnesjastúlkum í 4. flokki kvenna

Sigur á Suðurnesjastúlkum í 4. flokki kvenna

A-lið FH-GRV 10-1
Stúlkurnar komu ákveðnar til leiks, búnar að endurheimta nokkra leikmenn frá því í síðasta leik þó svo að enn eru nokkrar á hinum alræmda sjúkralista. Liðið lék mjög vel í fyrri hálfleik þar sem GRV átti nokkrar hættulegar sóknir en Birna Berg stóð sína plikt í markinu og þær stöllur á miðjunni, Sigmundína Þorgríms og Maggý Lár, stjórnuðu miðjunni eins og herforingjar og áttu í heildina sinn besta leik saman á miðsvæðinu sem og Hildur Egils.
Í hálfleik var staðan 2-0 þar sem systurnar Elísabet og Kristín skoruðu sitt markið hvor en þær léku saman í frammlínunni á laugardaginn, ferskar eftir veruna í Svíaríki.

Í seinni hálfleik lék liðið glimrandi sóknarbolta og skapaði sér fullt af færum.Systurnar skoruðu fljótt í seinni hálfleiknum og hinn sókndjarfi vinstri bakvörður Ástrós Lea Guðlaugsdóttir skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni með góðu skoti utan teigs. Kristín bætti svo tveimur mörkum í viðbót sem og Þórdís sem kom inná sem varmaður og var ekki lengi að koma boltanum í netið. Ebba Katrín hélt svo upp heiðri eldra ársins kom úr vörninni í framlínuna og skoraði gott mark.

Mörikin: Kristín Guðmundsdóttir 4, Elísabet Guðmundsdóttir 2, Þórdís Sigfúsdóttir 2, Ástrós Lea Guðlaugsdóttir 1 og Ebba Katrín Finnsdóttir 1

B-lið FH-GRV 6-2
B-liðið átti fínan dag gegn GRV. Liðið lék mjög vel í byrjun leiks og komust fljótt yfir með góðu marki Birnu Berg. Eftir það slakaði liðið aðeins á og hleypti GRV inn í leikinn en góð markvarsla í tvígang hjá Agnesi Linnet kom í veg fyrir að GRV kæmi boltanum í netið. Liðið spítti heldur betur í lófana og bætti við tveimur mörkum fyrir hlé, annnað frá Birnu en hitt frá Írísi Aðalsteinsdóttur.
Birna bætti svo við þremur mörkum í viðbót í síðari hálfleik en GRV setti tvö mörk hjá markverðinum knáa, Þórdísi Hrönn, undir lokin.

Liðið spilaði mjög vel í heildina en 19 leikmenn spiluðu í dag og stóðu þeir sig alilr með sóma.
Mörkin: Birna Berg Haraldsdóttir 5, Íris Ösp Aðalsteinsdóttir 1.

Aðrar fréttir