Sigur hjá stelpunum í Faxanum

Sigur hjá stelpunum í Faxanum

Mfl. kv. Lék sinn annan leik í Faxaflóamótinu í gær en mótið er annað af tveimur vormótum sem liðið tekur þátt í.  Faxinn er leikinn þétt í janúar og febrúar, 7 leikir á 6 vikum, en Lengjubikarinn hefst í svo í byrjun mars. 

Í fyrsta leik hafði FH sigrað Hauka 6-1 en í dag vann liðið Grindavík  4-0 í Reykjaneshöllinni.  Markaskorar FH voru þær Liliana Martins, Elsa Petra, Ástrós Eiðsdóttir og Jóhanna Steinþóra Gústafsdtóttir. 

Þótt mikill “janúar” bragur hafi verið á liðanna var sigur FH sanngjarn.  FH stýrði leiknum að löngum köflum og ungur markmaður liðsins, Harpa Þrastardóttir sem lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk, átt náðugan dag.  FH spilaði á öllum 18 leikmönnum sínum og tíðar skiptingar virtust ekki hafa teljandi áhrif á leik liðsins.  Það er vísbending um það að breiddin í hópnum sé stöðug að aukast en lítil breidd hefur verið vandi liðsins á undan förnum árum.

Næsti leikur liðsins í mótinu er laugardaginn 30. jan næstkomandi kl. 12:30 í Fífunni gegn Breiðabliki.

Aðrar fréttir