Sigur hjá stelpunum í fyrsta leik

Sigur hjá stelpunum í fyrsta leik

   VS  

30-27
N1 deild kvenna, Kaplakriki, laugardagurinn 10. október 2009 kl 20

FH sigraði KA/Þór í kvöld með 30 mörkum gegn 27 í N1 deild kvenna en staðan var 18-13 okkar konum í vil í hálfleik. Yfirleitt var forskot okkar kvenna 2-3 mörk í leiknum en erfitt reyndist að slíta Norðankonur af sér og meðal annars náðu þær að jafna um miðbik síðari hálfleiks. FH stúlkur kláruðu þó dæmið og unnu góðan sigur 30-27.


Ragnhildur, fyrirliði, fór á kostum í leiknum og setti 11 slummur. Birnurnar tvær, Helgadóttir og Haraldsdóttir settu 5 eins og Ingibjörg Pálmadóttir
Flott byrjun hjá stelpunum og mikilvægt að ná báðum stigunum í þessum leik og byrja mótið vel.

 

Mörk FH: Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 11, Birna
Íris Helgadóttir 5, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Ingibjörg Pálmadóttir
5, Gunnur Sveinsdóttir 2, Sigrún Gilsdóttir 1 og Hafdís Guðjónsdóttir 1.

 

Mörk KA/Þór: Arna Valgerður Erlingsdóttir 9, Ásdís
Sigurðardóttir 4, Inga Dís Sigurðardóttir 3, Unnur Ómardóttir 2, Kara
Rún Árnadóttir 2, Martha Hermansdóttir 2, Steinunn Bjarnason 2, Emma
Sardarsdóttir 2 og Katrín Vilhjálmsdóttir 1.

Aðrar fréttir