Sigur í æfingaleik hjá fótboltastelpunum

Sigur í æfingaleik hjá fótboltastelpunum

FH-stelpurnar höfðu nokkra yfirburði í 4-0 sigri á Aftureldingu í æfingaleik í dag.  Hin unga Aldís Kara Lúðvíksdóttir leikmaður 3. fl. kv. gerði 3 mörk og reynsluboltinn Silja þórðardóttir 1. 

Leikur beggja liða einkenndist af því að undirbúningstímablið er ný hafið.  Afturelding sleit á dögunum samstarfi við Fjölnir en það veldur því að liðið er mikið breytt og ungt að árum.  Þær eiga mikið inni og eiga vafalaust eftir að styrkjast með hækkandi sól. 
FH hefur sömuleiðis verið að þreifa sig áfram með leikmannahópinn og fengið margar heimsóknir að undanförnu.  Að sögn Jóns Þórs, þjálfara liðsins, nýtast leikir sem þessir vel til þess að skoða leikmenn og gefa öllum hópnum tækifæri til að sína sig og sanna.

Leikurinn var síðasti leikur liðsins á haustmánuðum en áður hafði liðið lagt KR, tapað fyrir Stjörnunni og nú sigrað Aftureldingu.

Aðrar fréttir