Sigur í fyrst leik í Lengjubikar kvenna

Sigur í fyrst leik í Lengjubikar kvenna

Mfl. kv. í fótbolta hóf leik í Lengjubikarnum í gærkvöld með 0-3 sigri á Keflavík í Reykjaneshöllinni.  Ásamt FH og Keflavík eru í riðlinum lið: Aftureldingar, Grindavíkur, ÍBV, Hauka og ÍR

Nánar

Elsa Petra Björnsdóttir opnaði markareikning sinn í mótinu með marki í fyrri hálfleik.  Skömmu síðar misstu heimamenn leikmann útaf þegar brotið var á Jóhönnu Steinþóru Gústavsdóttur þegar hún slapp ein í gegn um vörn Keflavíkur.  Staðan í leikhlé 0-1.
Hin sextán ára gamla Aldís Kara Lúðviksdóttir bætti svo við tveim mörkum í síðari hálfleik en hún hefur raðað inn mörkum fyrir liðið að undanförnu.  Lokatölur 0-3.

FH þótti sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn sanngjarn en sem fyrr segir léku FH-ingar einum fleiri lungað af leiknum.

Næsti leikur liðsins er gegn Grindavík í Reykjaneshöll, sunnudaginn 14. næstkomandi kl. 14:00.

Við þetta má svo bæta að á dögunum var gengið frá félagsskiptum við miðjumanninn Margréti Sveinsdóttur frá ÍR.  Margrét, sem er fædd 1990, er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við FH úr Breiðholtinu.

Aðrar fréttir