Sigur í fyrsta leik hjá stelpunum í Faxaflóamótinu

Sigur í fyrsta leik hjá stelpunum í Faxaflóamótinu

FH lagði Hauka sannafærandi 6-1 í sínum fyrsta leik í Faxaflóamótinu í Kórnum í dag.  FH leiddi nær allan leikinn og hafði frumkvæðið á flestum sviðum.  Aldís Kara gerði 2 mörk fyrir FH og þær Liliana, Ástrós Eiðsdóttir, Johana og Guðrún Björg eitt mark hver.

Það er ekki hægt að draga annan lærdóm af leik liðanna en FH átti góðan dag.  Enn er langt í mót og leikur liðanna markaður af því að þjálfarar eru enn að forma liðin.  Hins vegar leit FH liðið ágætlega út og verðskuldaði sigur á erkifjendunum.

Næsti leikur liðsins í mótinu er laugardaginn 23. janúar kl.  16:00 í Reykjaneshöll gegn Grindavík.

Síðar sama dag fór fram leikur FH og Breiðabliks í 2. fl. kv.  á Ásvöllum, einnig í Faxaflóamótinu.  Breiðablik vann sanngjarnan 0-4 sigur en staðan í hálfleik var 0-1.   FH liðið fann sig ekki í leiknum og sóknarleikur liðsins var bágborinn.

Næsti leikur 2. flokks er gegn Fylkir þann 31. janúar á Ásvöllum.

Aðrar fréttir