Sigur í fyrsta leik

Sigur í fyrsta leik

4. flokkur karla lék í kvöld fyrsta leikinn í úrslitakeppninni. FH mætti KA og var leikið í Digranesi. Strákarnir spiluðu vel og sigruðu örugglega 27-19 en staðan í hálfleik var 13-8. Á morgun leika þeir tvo leiki. Gegn ÍR klukkan 14:00 og Haukum klukkan 16:00. Hornamennirnir Þorkell og Benedikt fóru fyrir FH í kvöld og skoruðu samtals 11 mörk. Allir útileikmenn FH komust á blað. Þá átti Halldór nokkur Guðjónsson stórskytta góðan leik og var tekinn úr umferð allan seinnihálfleik.
Markaskor FH.
Þorkell Magnússon 6
Benedikt Kristinsson 5
Björn Daníel Sverrisson 4
Halldór Guðjónsson 4
Aron Pálmarsson 2
Agnar Helgasson 2
Arnar Gauti Guðmundsson 2
Ólafur Guðmundsson 1
Sigurður Ágústsson 1
Markvarsla
Sigurður Ege Arnarsson 13 skot

Aðrar fréttir