Sigur í Lengjubikar B-deild

Sigur í Lengjubikar B-deild

Með 3-1 sigri FH á ÍBV í gærkvöldi er ljóst að FH fer með sigur af hólmi í B-deild Lengjubikars kvenna.  FH safnaði 12 stigum en í 2. sæti lentu Haukar með 10 stig og ÍBV einnig með 10 stig en verra markahlutfall.  Haukar og ÍBV áttust við í dag og skildu jöfn og þar með varð ljóst að FH sigraði mótið.

FH-ingar óska stelpunum og þjálfurum þeirra til hamingju og óska þeim góðs gengis á stóra sviðinu.

Myndin hér að ofan var tekin síðastliðið sumar þegar 2. fl. kv. varð bikarmeistari eftir æsispennandi framlengdan leik gegn Haukum.  Margar af þeim stelpum sem léku þann leik hafa leikið með mfl. að undanförnu.

Aðrar fréttir