Sigur og jafntefli hjá stelpunum

Sigur og jafntefli hjá stelpunum

Stelpurnar í mfl. kv. sigruðu Grindavíkinga í sínum öðrum leik í Lengjubikarnum í dag í Reykjaneshöllinni. 

FH stýrði leiknum á löngum köflum í fyrri hálfleik og fékk nokkur færi til að skora mörk.  Eitthvað var okkar stelpum þó mislagðir fætur fyrir framan markið og staðan í leikhlé var 0-0.
Í síðari hálfleik var það sama upp á teningnum, þar sem FH leiddi, en náði ekki að skora.  Það var því aðeins gegn gangi leiksins þegar Grindvíkingar skoruðu, í kjölfara aukaspyrnu og misskilnings í vörn FH.  Varnarmaðurinn Sara Atladóttir jafnaði hins vegar leikinn þegar líða tók á síðari hálfleik, eftir hornspyrnu.  Sassa sýndi þar svo ekki væri um villst hverra manna hún væri en karl faðir hennar, Atli Eðvaldson, var mikill markaskorari áður en hann færði sig aftar á völlinn.  Þá er ekki ólíklegt að Steinunn Guðna. hafi einhvern tímann sett´ann.  Varamaðurinn Jóhanna Steinþóra Gústafsdóttir tryggði svo FH sigur skömmu fyrir leikslok.  Lokatölur 1-2.
Sigur FH var sanngjarn þótt liðið hafi þurft að hafa mikið fyrir stigunum þremur.  Þá sýndu stelpurnar viljastyrk og þrautseigju með því að koma til baka eftir að hafa lent undir.  Eftir tvo leiki er FH á toppi riðilsins.

Nánar

Síðar sama dag fór fram 2. fl. leikur FH og Selfoss í Faxaflóamótinu.  Ekki ólíkt fyrri leiknum var FH sterkari aðilinn en illa gekk að koma boltanum yfir marklínuna.  Selfoss skoraði fyrra mark leiksins en FH jafnaði á síðustu andartökunum úr víti.  Þar var að verki Elísabet Guðmundsdóttir eftir að brotið hafði verið á Högnu Knútsdóttur sem í kvöld lék sinn fyrsta leik með 2. fl. en Högna er enn í 3ja.  Lokatölur 1-1.
Stelpurnar voru að spila vel þrátt fyrir að rýra uppskeru, aðeins eitt stig.  Það hefur reyndar verið þeirra háttur í þessu móti en þetta var þeirra 3ja jafntefli.  Liðið er sem stendur í 3-4 sæti í mótinu

Nánar

Aðrar fréttir