Sigur og tap í Vesturbænum

Sigur og tap í Vesturbænum

Lið FH:
Aron Pálmarson (f)
Hafþór Þrastarson
Ólafur Guðmundsson
Sigurður Örn Arnarson
Sveinn Ragnar Sigurðsson
Gunnar Páll Pálsson
Örn Magnússon
Magnús Stefánsson
Hilmar Ástþórsson
Björn Daníel Sverrisson
Brynjar Benediktsson

Varamenn: Garðar Leifsson, Tómas Orri Hreinsson, Davíð Þorgilsson, Guðmundur Heiðar Guðmundsson, Axel Bender.

Leikurinn byrjaði með mikilli baráttu á gervigrasvelli KR, boltinn gekk þó erfiðlega enda hrúgur af gúmmíi á vellinum sem gerði það að verkum að boltinn rann frekar illa.

FH var búið að vera hættulegri aðilinn þegar KR-ingar sluppu einir innfyrir og skoruðu fyrsta markið eftir 17 mínútna leik 1-0.

Fyrstu mínúturnar eftir markið voru KR-ingar sterkari en FH-ingar jöfnuðu sig þó fljótt og náðu tökum á leiknum. Eftir góða sókn fylgdi Magnús Stefánsson eftir góðu skoti Brynjars Benediktssonar og jafnaði leikinn á 32. mínútu.

Næstu mínútur héldu FH-ingum engin bönd. Björn Daníel Sverrisson komst einn á móti markmanni sem felldi Björn og dómarinn átti enga aðra völ en að dæma víti og reka markvörðinn af leikvelli. Björn Daníel skoraði af öryggi úr vítinu en reyndar þurfti að tvítaka spyrnuna.

En FH-ingar voru ekki hættir því útherjinn knái Hilmar Ástþórsson fylgdi vel inn á fjærstöng skoti Brynjars og FH því komið 1-3 yfir í hálfleik.

Í seinni hálfleik léku FH-ingar mjög agað, Örn Makalele hélt miðjunni og FH-ingar fengu fullt af dauðafærum áður en Brynjar skoraði fjórða markið á 68. mínútu. KR-ingar klóruðu í bakkann með marki úr víti á 74. mínútu en Björn Daníel skoraði svo fimmta markið rétt fyrir leikslok með góðu skoti utan úr vítateig eftir laglegan undirbúning Gunnars Páls.

Góð byrjun FH-inga sem börðust eins og ljón og voru fastir fyrir og léku góðan fótbolta í seinni hálfleik þegar þeir voru búnir að ná góðum tökum á leiknum og vellinum.

B-liðið

Tómas Orri Hreinsson

Hólmar Freyr Sigfússon
Axel Bender

Ásgeir Gunnarsson

Stefán Þór Jónsson

Garðar Leifsson
Vignir Þór Bollason (f)

Jökull Jónasson

Davíð Þorgilsson

Guðmundur Heiðar Guðmundsson

Stefan Mikael Sverrisson
Guðjón Árni Birgisson
Davíð Atli Steinarsson
Ísak Bjarki Sigurðsson

Leikur B-liðanna var ekki nema þriggja mínútna gamall þegar Stefan Mikael Sverrisson tók forystuna fyrir FH. Adam var þó ekki lengi í Paradís því KR-ingar jöfnuðu um hæl en áður hafði FH fenið þrjú dauðafæri til að auka forskotið. Stefan skoraði svo aftur á 13. mínútu þegar hann snéri af sér varnarmann inn í teig og afgreiddi boltann í netið 1-2.

En nú fylgdi slæmur kafli. Garðar Leifsson hinn krúnurakaði vængmaður fór meiddur af leikvelli og er talið að hann verði frá í a.m.k. tvær vikur en hann fékk spark í öklann. Ásgeir Gunnarsson fór einnig meiddur út af og þessi röskun á FH-liðinu varð þess valdandi að KR-ingar gengu á lagið og náðu 5-2 forystu fyrir hálfleik.

Ekki bætti úr skák að KR-ingar skoruðu úr fyrstu sókn síðari hálfleiks og staðan orðin erfið 6-2. Strákarnir lögðu þó ekki árar í bát og síðustu 20-25 mínúturnar voru þeir sterkari aðilinn og fengu nokkur góð færi til að koma sér inn í leikinn. Það besta fékk Guðmundur Heiðar Guðmundsson er hann lék á markvörðinn og renndi boltanum í netið en dómarinn var of fljótur á sér og dæmdi víti. Guðmundur tók spyrnuna en markvörður KR varði glæsilega.

Fyrirliði FH, Vignir Þór Bollason, minnkaði þó muninn á 75. mínútu. Davíð Þorgilsson snéri af sér tvo KR-inga út á vinstri kanti og sendi góðan bolta inn í vítateig þar sem Vignir tók boltann niður og sett’ann innanfótar með vinstri upp í samskeytin. Einstaklega vel gert hjá þeim félögum og tvímælal

Aðrar fréttir