Fráfarandi formaður, Úlfar Linnet (t.v.), býður nýjann formann, Sigurð P. Sigmundsson velkominn til starfa á aðalfundi frjálsíþróttadeildar F.H. þann 27. febrúar 2023.

Sigurður P. Sigmundsson nýr formaður frjálsíþróttadeildar

Á aðalfundi frjálsíþróttadeildar 27. febrúar 2023 var Sigurður P. Sigmundsson kosinn formaður. Frjálsíþróttadeildinn fær þar öflugann mann í brúna en Siggi hefur tekið þátt í starfi deildarinnar allt frá endurstofnun 1972, sem keppandi, stjórnarmaður, þjálfari og nú sem formaður. Í starfi sínu undan farin ár hefur Siggi byggt upp öflugan langhlaupshóp sem tekið hefur verið eftir. Það verður því spennandi að fylgjast með næstu skrefum hans í stærra hlutverki. Á meðfylgjandi mynd má sjá fráfarandi formann, Úlfar Linnet, bjóða Sigga velkominn til starfa.

Aðrar fréttir