Sigurgeir Árni til FH

Sigurgeir Árni til FH

Handknattleiksdeild FH hefur náð samkomulagi við varnarjaxlinn Sigurgeir Árna Ægisson um að hann leiki með liði FH næstu 2 árin. 


Sigurgeir Árna þarf vart að kynna fyrir handknattleiksáhugafólki og allra síst FH-ingum.  Því eins og allir vita er Sigurgeir uppalinn FH-ingur frá unga aldri og lék alls 264 leiki fyrir félagið, þá fyrstu árið 1997 aðeins 18 ára og þá síðustu veturinn 2002-2003.  Sigurgeir átti við erfið meiðsli og veikindi að stríða í nokkur ár áður en hann gekk til liðs við HK þar sem hann hefur leikið síðustu árin við afar góðan orðstýr og var í vetur fyrirliði liðsins.

Sigurgeir er í dag einn allra öflugasti varnarmaður deildarinnar og hefur m.a. leikið í 2012 landsliði Íslands.  Það er því mikill fengur fyrir FH-inga að fá hann aftur á heimaslóðir eins og reyndin hefur verið með fleiri leikmenn síðustu árin.

Með Sigurgeiri er FH-liðið fullmannað fyrir átök komandi vetrar.  Liðið ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð og var Sigurgeir síðasta púslið í mótun samkeppnishæfs liðs.

FH-ingar bjóða Sigurgeir hjartanlega velkomin heim.

Aðrar fréttir