Sigursteinn Arndal framlengir við FH

Sigursteinn Arndal hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH og mun því stýra mfl karla. til ársins 2025.

Sigursteinn hefur stýrt liði FH síðastliðin þrjú tímabil með mjög góðum árangri.

„Það er mjög ánægjulegt að vera búin að tryggja okkur starfskrafta Steina til næstu ára. Það hafa verið mjög krefjandi aðstæður síðastliðin ár og Steini staðið sig gríðarlega vel sem skipstjóri FH skútunnar.Það eru spennandi tímar framundan og FH ætlar sér að vera áfram í fremstu röð innan vallar sem utan, hér eftir sem hingað til” sagði Ásgeir Jónsson formaður hkd. FH eftir undirskrift dagsins.

„Ég er fullur tilhlökkunar að halda áfram á því ferðalagi sem við höfum verið á síðustu ár. Leikmannahópurinn er góður, metnaðarfullur og það er alltaf stefnt að sigri í öllu því sem liðið tekur sér fyrir hendur. Umgjörðin í kringum liðið góð þar sem leikmenn, þjálfarateymi, stjórnarmenn og sjálfboðaliðar vinna markvist að því að FH sé að berjast á toppnum í íslenskum handbolta eins og FH á að vera gera. Árangurinn og stöðuleikinn hefur verið góður síðustu ár þar sem ávallt er leitast við að bæta sig og taka næstu skref fram á við og á það bæði við innan sem utan vallar. Allt í allt mjög eftirsóknarvert umhverfi að starfa í og því var það aldrei spurning í mínum huga að ég vildi halda ferðalaginu áfram.

Ég vona að FHingar haldi áfram að standa þétt við bakið á liðinu, því það er marg sannað að besti árangurinn næst þegar félagsmenn fylkja sér að bakvið liðið. Við eigum sem betur fer margar slíkar minningar úr félaginu og það eru hlutir sem þessir sem gera FH að eftirsóknarverðu félagi að vera í. Hlakka til að sjá ykkur á vellinum“ sagði Sigursteinn Arndal eftir undirskriftina.

Sigursteinn Arndal

 

VIÐ ERUM FH.

Aðrar fréttir