Sigursteinn Arndal ráðinn þjálfari mfl. karla

Sigursteinn Arndal hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla en í dag skrifaði hann undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Hann mun taka við liðinu að loknu yfirstandandi tímabili og mun taka við af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem stýrt hefur liðinu undanfarin fimm tímabil. Sigursteinn er FH-ingum að góðu kunnur en hann var leikmaður félagsins til margra ára og undanfarin fjölmörg ár hefur hann þjálfað hjá félaginu. Sigursteinn hefur þjálfað flesta flokka félagsins, verið yfirþjálfari og sinnt afreksþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Sigursteinn hefur undanfarin ár starfað mikið fyrir HSÍ við þjálfun yngri landsliða Íslands.

Sigursteinn Arndal og Ásgeir Jónsson formarður hkd. FH

Aðrar fréttir