Sigurvin tekur slaginn með Eiði Smára

Sigurvin Ólafsson, þjálfari KV, aðstoðarþjálfari og ráðgjafi KR-inga, hefur gert samning við FH út keppnistímabilið 2024 og mun mynda þjálfarateymi með Eiði Smára Guðjohnsen. Sigurvin átti farsælan feril sem leikmaður hér á Íslandi með ÍBV, KR og síðast en ekki síst FH sem hann spilaði með á árunum 2006 – 2007 og vann bæði Íslands- og bikarmeistaratitil á þeim tíma.

Sigurvin hefur undanfarin ár bæði starfað sem aðstoðarþjálfari og ráðgjafi KR ásamt því að vera aðalþjálfari KV þar sem hann hefur gert frábæra hluti og komið liðinu upp um tvær deildir á skömmum tíma. Við þökkum KR-ingum og KV-mönnum fyrir fagleg vinnubrögð og óskum þeim góðs gengis í sumar. Við FH-ingar hlökkum mikið til að fylgjast með Venna á hliðarlínunni næstu árin og höfum mikla trú á því að samstarf Eiðs og Venna verði okkur gjöfult næstu tvö árin hið minnsta. Komdu fagnandi Venni!

Aðrar fréttir