
Silja æfir hjá Devers
Silja segist í samtali við
Morgunblaðið hafa fengið fjölda ráðlegginga hjá Devers sem sé hin
almennilegasta kona. Silju stendur til boða leita áfram í smiðju Devers
í byrjun næsta árs þegar hún tekur upp þráðinn á ný við æfingar ytra.
Hyggst Silja þiggja það með þökkum.
Devers vann
átta gullverðlaun í spretthlaupum og grindahlaupum á ólympíuleikum og
heimsmeistaramótum á árunum 1992 til 1999 og var í fremstu röð
grindahlaupara fram yfir Ólympíuleikana í Aþenu 2004 en þá lagði hún
skóna á hilluna 38 ára að aldri.
Frétt af mbl.is