Silja bætir sig í 400 m grind.

Silja bætir sig í 400 m grind.

Silja Úlfarsdóttir keppti á háskólamóti í Clemson í S-Karólínuríki í Bandaríkjunum. Hún hljóp 400 m hlaupið á 54,82 sek og sigraði, en þetta var fyrsta 400 metranir hennar í utanhúss í vor.Hún hljóp 400 m grind 1 klst síðar og hljóp á 60,32 sek og bætti sig 0.32 sek en Silja varð 2 í hlaupinu.

En Silja er að reyna að ná lágmarkinu í 400 m grind á bandaríska háskólameistaramótið í vor en A-lágmarkiðer 57,3 sek og B-lágmarkið er 59,5 sekÞá var Silja í 4×400 m boðhlaupinu 90 mín síðar og gekk bara ágætlega.

Og svona að síðustu þá sigraði Vignir (karlinn hennar Silju) alla keppendur sína á Ippon en hann hefurverið að þyngja sig undanfarið þannig að spurningin er hvort SIlja gefi honum of mikið af hamborgurum.

Aðrar fréttir