Silja í stuði

Silja í stuði

Silja var að keppa á ACC háskólameistaramótinu í Bandaríkjunum sem haldið er í Flórída og hljóp hún 400m grindina á 56,62 sekúndum sem er mjög góð bæting hjá henni. Silja endaði í öðru sæti í hlaupinu ekki svo langt á eftir sigurvegaranum Dominique Darden sem hljóp á 56,04 sekúndum.

Þess má geta að lágmarkið á heimsmeistaramótið utanhúss sem haldið verður í sumar er 56,50 sekúndur og má telja næsta öruggt að Silja nái því á næstu mótum.

Aðrar fréttir