Silja keppir ekki í Madrid

Silja keppir ekki í Madrid

Silja Úlfarsdóttir, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til þátttöku á EM innanhúss í Madrid í næsta mánuði, en hún var búin að náð lágmörkum fyrir mótið, ásamt Gauta Jóhannessyni.
Silja svo gott sem tryggði sér þátttökurétt á Bandaríska háskólameistaramótinu, með því að hlaupa 400m á 53.51 sek. um sl. helgi og því þurfti Silja að velja og hafna að þessu sinni og hefur hún ákveðið að einbeita sér að háskólameistaramótinu, þó að það fari fram helgina eftir EM, enda ekki skynsamlegt að ætla að reyna að taka þátt í báðum þessum mótunum sitthvorumegin við Atlandshafið með svo stuttu millibili.
Silja er sem stendur í 30.sæti á Evrópulistanum innanhúss á þessu ári í 400m hlaupi með 53.51 sek. og aðeins Lena Arhun frá Svíþjóð hefur hlaupið hraðar á Norðurlöndum, en hún hljóp á 52.77 sek. á GE Galan í Stokkhólmi í gærkvöldi.

Aðrar fréttir