Silja og Björgvin kepptu laugardaginn 9. apríl .

Silja og Björgvin kepptu laugardaginn 9. apríl .

Silja Úlfarsdóttir keppti á heimavelli í Clemson í Bandaríkjunum þar sem hún er við nám. Hún hljóp grindina á tímanum 59,18 sek sem er gott í fyrsta hlaupi, keppnislaust. Hún á best 57,48 sek frá því í fyrra. En þetta er fyrsta mót ársins í löngu grindinni svo það verður ekki langt þar til hún fer að skila betri tímum en Silja hljóp geysilega vel innanhúss í vetur og er í mjög góðu standi.

Björgvin Víkingsson keppti á móti í Berkley í Californíu og hljóp á tímanum 54,57 sek sem er nú bara mjög þokkalegt enda hefur Björgvin átt við meiðsli að stríða. Besti árangur hans er 52,38 sek frá því árið 2002 svo það er kominn tími á bætingar hjá stráknum.

Aðrar fréttir