Silja Úlfarsdóttir keppti í 100 m hlaupi og 200 m hlaupi í Clemson

Silja Úlfarsdóttir keppti í 100 m hlaupi og 200 m hlaupi í Clemson

Silja byrjaði á að kasta spjóti 35,09 m, hljóp síðan í 4×100 m boðhlaupi og náði sveitin lágmarki í því hlaupi. Þá var 100 m hlaup, hún hljóp á tímanum 11,91 sek í vindi 2,6, þannig að tíminn fæst ekki staðfestur, annars hefði þetta verið bæting hjá Silju. Þá var 200 m hlaup í meðvindi, lengdin reyndist vera 201 m og tíminn 24,15 sek ágætur í fyrsta hlaupi. Loks var endað á 4×400 m boðhlaupi og splitt hjá Silju 54,4 sek, sem er um hálfri sek. frá persónulegu meti. Miðað við þennan árangur í fyrstu utanhúss mótum, eftir smávægileg meiðsli má búast við miklum bætingum hjá Silju á þessu ári.

Aðrar fréttir