Simmi vallarstjóri ársins

Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) héldu aðalfund sinn síðastliðinn föstudag. Þar voru kunngerð úrslit í vali á knattspyrnu- og golfvallastjóra ársins sem eru valin af vallastjórum landsins.

Í flokki knattspyrnuvalla var það hann Sigmundur P. Ástþórsson vallastjóri á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði sem varð fyrir valinu sem vallarstjóri ársins . Kaplakrikavöllur hefur verið einn allra besti völlur landsins undanfarin ár og á því varð engin breyting í sumar. Völlurinn var tiltbúinn til leiks þegar Pepsideildin hófst í maí byrjun og kom völlurinn mjög vel undan vetri, Sigmundur er virkilega vel að þessum verðlaunum komin og vill Knattspyrnudeild FH þakka Sigmundi kærlega með þessi verðlaun.

Knattspyrnudeild FH.

Aðrar fréttir