Skagamenn koma í heimsókn á fimmtudag

Skagamenn koma í heimsókn á fimmtudag


 

Líklegt byrjunarlið

Daði Lárusson

Guðmundur Sævarsson – Ármann Smári Björnsson – Tommy Nielsen – Freyr Bjarnason

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson – Sigurvin Ólafsson – Davíð Þór Viðarsson

Ólafur Páll Snorrason – Allan Dyring – Tryggvi Guðmundsson

Meiddir leikmenn (hver eru meiðslin og hvað gætu þeir verið lengi frá?)

Auðun Helgason er með slitin krossbönd og leikur ekki á þessu keppnistímabili.

Sverrir Garðarson á við ökklameiðsli að stríða og er óvíst hvenær hann verður klár í slaginn.

Sögulegar viðureignir

FH-ingar og Skagamenn hafa marga hildi háð í gegnum tíðina. Bikarúrslitaleikurinn árið 2003 er væntanlega í fersku minni stuðningsmanna félaganna en þar báru Skagamenn sigur úr býtum á Laugardalsvelli. Mark Garðars Gunnlaugssonar á 79. mínútu réði úrslitum.

Önnur eftirminnileg bikarorrusta liðanna var háð árið 2000 á Akranesvelli. Fyrstu deildar lið FH velgdi þar Skagaliðinu undir uggum og var lengi vel með forystu eftir að Jón Þorgrímur Stefánsson hafði skorað. Undir blálokin jafnaði þó hinn marksækni Færeyingur, Uni Arge og fór leikurinn í framlengingu fyrir vikið. Framlengingin var markalaus og tryggðu Skagamenn sér loks sigur í vítaspyrnukeppni og um leið farseðil í bikarúrslit.

FH sigraðist á fornri Skagagrýlu í fyrra með sigrum í leikjum liðanna á Kaplakrikavelli, bæði í deild og bikar. Í 7. umferð mótsins tryggðu Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt FH-ingum 2-0 sigur, þann fyrsta á Skagamönnum í deildarleik síðan 1990. FH-ingar sigruðu Skagann einnig í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í fyrra eftir æsilegan leik sem fór í framlengingu. Andri Júlíusson kom Skagamönnum sn

Aðrar fréttir