Skilaboð frá Congo

Skilaboð frá Congo

Kristinn Páll FH-ingur og flugmaður sendi okkur þessi skilaboð í gær ásamt myndum: „Ég tók slatta af dóti sem fólk hefur komið með upp í Kapla og fór með töluvert hingað til Congo í dag. Strax farið að vekja mikla lukku og hamingju. Ég labbaði um hverfið og gaf krökkum á götunni og fór einnig með slatta á munaðarleysingjaheimili. 
Svo kem ég heim næsta mánudag og býst við að sækja meira til ykkar. Frábært að fá svona “ónýtt” dót frá ykkur því hér er þetta ekki sjálfgefið að eiga bolta.”

Við hvetjum FH-inga til að koma með bolta og jafnvel föt (boli og stuttbuxur) sem þeir eru hættir að nota upp í Kaplakrika í síðasta lagi sunnudaginn 13. desember. Munið að taka loft úr boltunum. smile broskall

Aðrar fréttir