Skilaboð frá fyrirliðanum!

Kæru FH-ingar,

Þegar við í Meistaraflokki FH settum okkur markmið fyrir tímabilið var eitt af okkar stóru markmiðum að komast í FINAL FOUR. Það tókst með því að vinna góða sigra á Akureyri og Fram. Stóri draumurinn hjá okkur er svo að vinna sjálfan bikarmeistaratitilinn, oooooog það er alltof langt síðan FH varð bikarmeistari í handbolta.

Næsta verkefni í bikarkeppninni er Valur klukkan 17:15 á föstudaginn. Við höfum æft eins og skepnur í allan vetur til að taka þátt í svona leikjum. Ég get lofað ykkur því að þið sjáið 14 karlmenn í fallegum hvítum FH treyjum leggja sig 100% fram við að koma FH í úrslitaleik bikarsins.

Í lokin vil ég biðja stuðningsmenn FH um að hjálpa okkur að láta drauminn okkar um bikarmeistaratitlinn verða að veruleika. Ykkar stuðningur skiptir okkur svo sannarlega máli og það væri frábært að sjá meirihluta stúkunnar í Laugardalshöll hvíta klukkan 17:15 á föstudaginn öskrandi ÁFRAM FH!!!

Sjáumst í höllinni,
Ásbjörn Friðriksson, fyrirliði

03asi

Aðrar fréttir