Skilaboð frá Halldóri þjálfara

Kæru FH-ingar.

Mig langar að byrja á því að þakka þann gríðarlega góða stuðning sem við höfum fengið í vetur. Bæði í Krikanum á leikjum og svo líka maður á mann út um allan bæ. Þessi góði stuðningur ykkar hefur verið ómetanlegur fyrir okkar unga lið. Núna höfum við tryggt okkur þátttökurétt í Final Four í Laugardalshöll um næstu helgi. Þetta er án efa stærsti handboltaviðburðurinn á árinu og allir vilja taka þátt, en aðeins fáir útvaldir.

Við munum leikja gegn Valsmönnum á föstudag kl. 17:15. Valsmenn hafa verið að leika vel í vetur og eru ríkjandi Bikarmeistarar. Stuðningur ykkar í Laugardalshöll á föstudaginn mun skipta okkur gríðarlega miklu máli og því vil ég hvetja alla FH-inga til að mæta í hvítu og hafa raddböndin vel hvíld fyrir átökin. Strákarnir verða klárir!!!!

Láttu ekki þessa handboltaveislu framhjá þér fara. Forsala miða er í Krikanum og ykkar stuðningur skiptir okkur máli.

Við erum FH

Halldór Jóhann Sigfússon

st.dori

Aðrar fréttir