Skilaboð frá Ragnhildi Rósu Guðmundsdóttur, fyrirliða mfl. kvenna

Skilaboð frá Ragnhildi Rósu Guðmundsdóttur, fyrirliða mfl. kvenna

Kæru FH-ingar

 

Ég vil fyrir hönd okkar í meistaraflokki kvenna þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn í leiknum á móti Fram í gær. Úrslitin voru ekki þau sem að við höfðum stefnt að en við erum þó hvergi af baki dottnar og erum staðráðnar í því að halda áfram að láta til okkar taka í deildarkeppninni. Það eru búnir að vera ljósir punktar í leik liðsins undanfarið og þá sérstaklega varnarlega og við stefnum á að bæta okkur í hverjum leik. Nú er næsta verkefni hjá okkur leikur á móti HK í Digranesi laugardaginn 13.febrúar kl 13:00 þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur og við vonumst til að sjá sem flest ykkar á laugardaginn.

Áfram FH

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir

Fyrirliði mfl kvk FH

Aðrar fréttir