Skráning í Knattspyrnuskólann hafin!

Skráning í Knattspyrnuskólann hafin!


Á dagskrá í sumar verða þrjú námskeið sem fram fara á Kaplakrikasvæðinu sem endranær. Markmið skólans er að bjóða þátttakendum upp á fjölbreytta og öfluga knattspyrnu- og leikjadagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Skráningu á námskeiðin má finna hér.

Stelpur og strákar sem fædd eru á árunum 1998-2003 verða fyrir hádegi í Knattspyrnuskólanum í sumar. Krakkarnir mæta í Krikann rétt fyrir kl. 09:00 alla virka daga og lýkur skólanum kl. 12:00. Boðið er upp á gæslu frá kl. 08:30-09:00 fyrir þá sem vilja nýta sér það. Krakkar fæddir á árunum 1995 -1997 verða eftir hádegi.

Krökkunum er gert að mæta kl. 13:00 og stendur skólinn yfir til kl. 15:00. Í boði verður öflug æfingadagskrá og áhersla lögð á að allir fái verkefni á sínu getustigi.
Þátttakendur í Knattspyrnuskóla FH eiga að mæta til leiks með hollt nesti og fatnað eftir veðri og vindum. Að loknum námskeiðum verður svo slegið upp heljarinnar grillveislum og fá allir þátttakendur viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Einnig koma kunnir leikmenn meistaraflokka FH í heim- sókn en fjölmargir þeirra stigu einmitt sín fyrstu spor í Knattspyrnuskólanum.

Markmið Knattspyrnuskólans er að veita krökkunum kennslu í undirstöðuatriðum knattspyrnunnar, s.s. tækniatriðum, spyrnum og leikbrellum. Helsta keppikeflið er þó auðvitað að börnin hafi gaman af því sem þau eru að gera og að þau njóti leiksins í jákvæðu umhverfi.

Yfirumsjón með Knattspyrnuskólanum í sumar hefur Ingvar Jónsson íþróttakennari. Honum til halds og trausts verðurfjöldi þjálfara og leiðbeinanda. Einnig er von á góðum gestum úr meistaraflokki karla og kvenna í heimsókn.

Aðrar fréttir