Slök framistaða og tap gegn sprækum Grindvíkingum

Slök framistaða og tap gegn sprækum Grindvíkingum

FH töpuðuí dag fyrir Grindvíkingum með þremur mörkum gegn engu, frammistaða liðsins var skelfileg en skárstu menn voru Brynjar Ben og Gauti sem spiluðu bara 30 mín.

 Grinvíkingar komust yfir á 5.mínútu þegar rangstöðutaktík FH klikkaði, Scotty fékk boltann inn fyrir vörn FH og kláraði þetta með laumu framhjá Daða. Fyrsta almennilega færi FH kom á 11.mínútu þegar Söderlund sendi fyrir og Matti Villa skallaði rétt yfir markið. Grindvíkingar komust í 2-0 á 25.mínútu þegar þeir tættu upp vörn FH, Scotty gaf boltann fyrir og Ondo var einn í teignum og lagði boltann milli fóta Daða, 2-0 fyrir Grindavík, óvænt í Krikanum. Lítið var um færi næstu mínútur og voru FH hreinlega skelfilegir í fyrri hálfleik og Grindavík að yfirspila þá. Grindavík fengu dauðafæri á 42.mínútu þegar Moen og Ondo voru tveir á móti Sverri Garðarssyni og sóknin endaði með skoti Ondo en Daði varði vel.

Fyrsta almennilega færið í seinni hálfleik fengu FH-ingar á 52.mínútu þegar Atli Viðar fékk boltann í teignum og skaut rétt yfir. Á 60.mínútu kom Kristján Gauti Emilsson, 93′ módel inná í sínum fyrsta leik fyrir FH. Hann fékk besta færi FH þrem mínútum síðar, Atli Viðar fékk góða sendingu frá Matta villa og gerði vel að koma boltanum til Gauta sem var í frábæru færi en var líklega of stressaður til að ná góðu skoti en hann skaut beint á markið. Lítið meira gerðist hjá FH í þessum leik en Grindvíkingar skoruðu þriðja markið á 82.mínútu þegar Daði kýldi boltann út eftir fyrirgjöf beint til Jóhanns Helgasonar sem skoraði auðveldlega.

Seinasta sem gerðist í leiknum var að Tor Erik Moen í Grindavík fékk sitt annað gula spjald á 85.mínútu. En FH liðið tapaði 3-0 og gátu ekkert í leiknum og voru það mikil vonbrigði.

www.fhingar.net

Aðrar fréttir