Spekingar spá í spilin fyrir FH – Haukar

Spekingar spá í spilin fyrir FH – Haukar

FH.is rölti um Hafnarfjörðinn nú síðdegis í dag og tók púlsinn á fólki varðandi leik FH og Hauka í N1-deild karla á morgun, laugardag. Því miður var ekki hægt að vera með vídeó, en það verður gert síðar í vetur!

,,Þetta er rosalega erfið spurning hvor vinnur leikinn og hverjum ég eigi að halda með. Ég hérna áður fyrr var ég gallharður FH-ingur, en ég gifti mig inn í Haukafjölskyldu og hef svo verið Haukamegin seinni ár. Þetta verður erfiður leikur fyrir taugarnar. Ég spái því að FH hafi leikinn, en þeir hafa verið á blússandi siglingu.”
– Siggi Sigurjóns, leikari.

,,Þetta verður án nokkurs vafa frábær og fjörugur leikur enda stemmningin jafnan ólýsanleg þegar þessi lið takast á, en ég spái því að Haukar sigri 24-20. Hafnarfjarðarliðin verða þau tvö sterkustu í vetur og því er algjör handboltaveisla framundan hér í Hafnarfirði á næstu mánuðum.”
– Rósa Guðbjartsdóttir, pólitíkus.

,,Ég ætla að sjálfsögðu að styðja mína menn, en ég ætla hinsvegar ekki að mæta. Ég hef aldrei farið þangað inn og mun líklega aldrei gera. Það gæti hinsvegar verið að ég fari að leik loknum og horfi framan í þá sem koma út ef FH vinnur. Að sjálfsögðu veit ég að FH vinnur!”
– Ingvar Viktorsson, kennari og FH-ingur með meiru.

,,Ég spái 30-26 fyrir FH. Logi, Óli Guðmunds og Pálmar í markinu munu spila lykilhlutverk og klár styrkleiki FH-liðsins, er FH-hjartað. Einnig finnst mér Logi breyta þessu liði, en mér finnst við einnig bara vera með fínt lið. Leikmenn mega búast við miklum stuðningi…verður ekki Gussi Vass á pöllunum?”
– Orri Þórðarson, knattspyrnuþjálfari og spekingur mikill.

,,FH-ingar hafa þetta með eins marks mun, sennilega 28-27. Hef trú á að þéttvaxni gelaði glókollurinn muni ráða úrslitum.”
– Logi Bergmann, sjónvarpsmaður.

,,Vá þetta verður svakalegur leikur eins og allir leikir FH og hauka. En þetta verður nú ekki skemmtilegur leikur fyrir stuðningsmenn Hauka, enda munu FH ingar vinna með 6 marka mun! Logi Geirs, Óli Guðmunds og restin af FH liðinu er í toppformi, svo þetta er engin spurning! Ég hef það mikla trú á strákunum að ef FH tapar þá skal ég klæðast Haukabúning heilan dag – Áfram FH.”
– Silja Úlfarsdóttir, einkaþjálfari.

Aðrar fréttir