Spilað upp á líf og dauða

Spilað upp á líf og dauða

Næsta laugardag klukkan 16:15 mætir FH – Haukum í mikilvægasta leik síðari ára hjá Fimleikafélaginu. Ljóst er að ekkert nema sigur gegn Haukum getur tryggt okkur sæti í 1. deild næsta vetur. En eins og staðan er núna eru FH – ingar með þetta allt saman í eigin höndum, eru í 8. sæti, og dugir sigur gegn Haukum, þá þurfum við ekki að treysta á neina aðra. ÍR – ingar sem sitja í 9. sæti virðast eiga nokkuð auðveldan leik fyrir höndum gegn Val. Strákarnir í meistaraflokknum vita vel um hvað málið snýst og eru ákveðnir í því að sigra leikinn á laugardag og eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar.

FH – ingar fóru illa að ráði sýnu síðasta laugardag þegar leikið var gegn Víking/Fjölni. Leikurinn tapaðist á óskiljanleganhátt á lokamínótunum eftir að FH hefði verið komið með örugga forystu þegar skammt lifði leiksins.

En nóg um það.

Næsta laugardag þá mætir þú með alla fjölskylduna og allan vinahópinn og styður strákana okkar í þessum leik. Ef að menn vilja láta herma það upp á sig að vera stuðningsmenn FH í hvaða íþróttagrein sem er þá mætir þú í Krikann á laugardag. Stuðningur áhorfenda mun skera úr um hvort liðið fer með sigur í þessum leik.

FH – ingar sýnum samstöðu og fjölmennum í Kaplakrika á laugardag og leggjum okkar að mörkum til að tryggja FH öruggt sæti í deild þeirra bestu þar sem FH hefur alltaf átt heima.

Aðrar fréttir