Spurning hvort Einar sé þreyttur eftir EM

Spurning hvort Einar sé þreyttur eftir EM

FH.is fékk Árna Freyr Guðnason, FH-ing í húð og hár, til að spá fyrir leik FH og Hauka á mánudag. Árni Freyr spilar sjálfur með Lukkunni í utandeildinni og er talinn einn besti miðjumaður í utandeildinni. Árni er bjartsýnn á leikinn, en viðtalið má lesa því að smella á fyrirsögnina.

Jæja Árni.. Fyrir það fyrsta, hvernig leggst Haukaleikurinn í þig?
Árni: “Þessi leikur leggst ágætlega í mig. FH liðið spilaði vel á móti Akureyri og mér fannst þeir koma vel undan löngu fríi. Óli Guðmuns virkar heitur eftir EM og Fritzssn mjög heitur. Ég trúi samt að Óli Gúst setji 11 slummur á morgunn og verði okkur helv. drjúgur. Kemur ekki til greina að tapa þremur í röð fyrir Haukum..”

Eitthvað sérstakt sem við þurfum að passa hjá Haukunum? Einhverjir veikleikar?
Árni: “Ég held að það segi segi sig sjálft að það þurfi að stöðva Begga og að skjóta ekki Birki í stuð og fá þar af leiðandi hraðarupphlaup á okkur. Veikleikarnir hjá þeim eru ekkert margir enda hafa þeir spilað lengi saman. Sóknarleikurinn hjá þeim finnst mér slakari heldur en undanfarin ár en þeir fara þetta oft á gömlu seiglunni. Spurning hvort Einar Örn sé ekkert þreyttur eftir að hafa verið að vinna svo mikið í kringum EM og þar með vörnin slakni hjá þeim aðeins.”

En hvað getum við nýtt okkur í leik okkar enda spiluðum við frábærlega á dögunum?
Árni: “Ég held að FH séu með hraðara hlið og ættum því að geta keyrt yfir þá frá fyrstu mínútu. Einnig er Krikinn magnaður þegar hann er fullur og ég segi að hann sé okkar aukamaður ef stuðninguinn gefst. Held líka að menn viljil sýna það að við getum unnið Haukana og hef ég fulla trú á FH liðinu.”

Eitthvað að lokum? Á ekki að fylla Krikann?
Árni: “Krikinn verður stútfullur. Vonandi verður nóg að koma með Bónus kvittun til að fá frítt inn því FH þarf á miklu stuðningi að halda í þessum mikilvæga leik.

Ég spái því að FH vinni 34-26 og Pálmar verði með 25 skot varinn, Óli Gúst 11 mörk, Óli Guðmunds og Fritzsson 6 mörk og Ari Magnús Þorgeirsson 4.”

Aðrar fréttir